Colgate-Palmolive tilkynnti í síðustu viku um hagræðingaraðgerðir sem félagið mun taka til við á næstu fjórum árum. Á þeim tíma mun félagið segja upp um 4.400 manns sem jafngildir 12% af heildarvinnuafla félagsins. Einnig er gert ráð fyrir að loka um 25 verksmiðjum af 78 sem félagið notar. Munu þessar aðgerðir kosta um 45 milljón dollara á þessu ári og um 200 milljónir á árinu 2005.

Hlutabréfaverð í Colgate Palmolive hækkaði um 9,01% í síðustu viku og endaði yfir 50 dollurum á hlut eða 50,46 dollurum á hlut.

Byggt á vikufréttum MP fjárfestingabanka.