*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 31. október 2014 12:20

Columbia seldi bréfin í Marel

Sjóður í eigu Columbia Wanger Asset Management seldi hlutabréf í Marel fyrir milljarð á þriðjudag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sjóður á vegum Columbia Wanger Asset Management seldi á þriðjudaginn hlutabréf í Marel fyrir ríflega milljarð króna. VB.is greindi frá því á þriðjudag að mikil viðskipti hefðu verið með hlutabréf í Marel og að orðrómur væri upp um að Columbia sjóðurinn væri seljandi. Tilkynning til kauphallarinnar í dag staðfestir þetta.

Sjóðurinn átti fyrir söluna 4,89% hlutafjár í Marel, en á nú 4,55%.

Columbia sjóðurinn seldi 8.508.125 hluti og miðað við gengi hlutabréfa Marels á þriðjudag, 125 krónur á hlut, nam söluandvirðið 1.063,5 milljónum króna. Sjóðurinn keypti 5,2% hlut í Marel í september 2009 á genginu 59. Gengi hlutabréfa Marels er nú 123 krónur á hlut.