Þýski viðskiptabankinn Commerzbank sagði í gær að hann gæti sameinast bæði Deutsche Postbank og Allianz Dresdner Bank.

Lengi hafa verið væntingar um samrunahrinu á þýskum bankamarkaði.

Eric Strutz, forstöðumaður fjármálasviðs Commerzbank, sagði að Deutsche Postbank og viðskiptabankastarfsemi Citigroup í Þýskalandi væru hvort tveggja „áhugaverðir kostir.“

Strutz sagðist jafnframt að Commerzbank væri á góðri leið með að ná settum markmiðum sínum fyrir árið 2010.