Þýski bankinn Commerzbank tapaði 861 milljón evra á fyrsta ársfjórðungi en þetta er þar þá þriðji árfjórðungurinn í röð sem bankinn tapar fjármagni. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs tapaði bankinn 809 milljónum evra og á þriðja ársfjórðungi.

Afskriftir bankans á fjórðungnum námu alls 2,6 milljörðum evra og útskýrir það að miklum hluta tapið nú.

Í uppgjörstilkynningu frá bankanum, sem nú er að hluta til ríkisbanki, kemur fram að bankinn sér ekki fram á hagnað fyrr en árið 2011.