*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 26. júní 2018 09:41

Commerzbank þróar gervigreind

Þýski bankinn Commerzbank hyggst þróa gervigreind til að skrifa greiningar til viðskiptavina.

Ritstjórn
Martin Blessing, forstjóri Commerzbank.

Þýski bankinn Commerzbank hyggst þróa gervigreind til að skrifa greiningar til viðskiptavina.  Bankinn er í samstarfi við tæknifyrirtækið Retresco en bankinn fjárfesti í því fyrir tveimur árum síðan. 

Ástæðan fyrir verkefninu er sú að ný og kostnaðarsöm reglugerð frá fjármálaeftirlitinu, MiFID II, hefur tekið gildi. 

MiFID II gerir þá kröfu til banka að þeir rukki viðskiptavini sína sérstaklega fyrir greiningar en láti þær ekki fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum.

Bankastarfsfólk telur að löggjafinn gæti krafist þess að mannshugur hafi yfirumsjón með birtingu greiningarefnis og það gæti varið störf í greiningardeildum.