Hagnaður Commerzbank, sem FL Group á 4,25% hlut í, jókst um 56% á þriðja ársfjórðungi, enda þótt bankinn hafi þurft að afskrifa hjá sér 291 milljón evra vegna stöðutaka sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Afkoman var hins vegar töluvert undir meðalspá greinenda. Markaðurinn brást engu að síður vel við uppgjörinu og gengi bréfa í Commerzbank hækkaði.

Sjá nánar um uppgjörið í Viðskiptablaðinu á morgun.