Leiðtogaráðstefnan Global Leadership Summit (GLS) fer fram í Neskirkju nú um helgina. Það eru þverkirkjulegu Willow Creek samtökin í Chicago sem hafa haldið ráðstefnuna árlega frá árinu 1995 en síðustu ár eru fyrirlestrar ráðstefnunnar fluttir á myndbandi víða um heim, m.a. hér á landi með íslenskum texta.

Meðal fyrirlesara í ár eru Condoleezza Rice, fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna og nú kennari í stjórnmálafræði við Standford háskólann. Þá mun Jim Collins rithöfundur, sem gert hefur fjölmargar rannsóknir á velgengni stórfyrirtækja, flytja fyrirlestur ásamt William L. Ury, sérfræðingi í samningatækni við Harvard, og mörgum fleiri.