Congress Reykjavík og Practical hafa sameinast undir merkjum CP Reykjavík. Nýtt félag mun veita þjónustu tengda ráðstefnum, fundum, viðburðum og hvataferðum.

„Við hlökkum til að takast á við verkefnin sem eru framundan, enda býr starfsfólk sameinaðs fyrirtækis yfir áratuga reynslu í skipulagningu viðburða, ráðstefna og ferða innanlands og erlendis,” segir Lára B. Pétursdóttir, stofnandi Congress Reykjavík og einn eiganda CP Reykjavík.

Velta milljarð á ári

Áætluð velta sameinaðs félags er um milljarður króna á ári og verða starfsmenn fjórtán samkvæmt tilkynningu frá CP Reykjavík. Stjórnarformaður hins sameinaða fyrirtækis verður Jón Karl Ólafsson sem jafnframt kemur inn í eigendahópinn. Framkvæmdastjórar CP Reykjavík verða Lára B. Pétursdóttir og Marín Magnúsdóttir.

Congress Reykjavík var stofnað árið 2000 og sérhæfði sig í skipulagningu ráðstefna og öðru er því tengdist, s.s. skipulagi sýninga, ferðir og utanumhald útdrátta. Practical var stofnað 2004 og sérhæfði sig í að skipuleggja hvata- og skemmtiferðir og aðra viðburði.