Continental Airlines hefur kynnt til sögunnar nýtt þjónustugjald fyrir fyrstu tösku sem tekin er með í flug. Gjaldið er 15 Bandaríkjadalir og verður aðeins lagt á ákveðna hópa farþega sem ferðast á ódýrasta farrými.

Gjaldtakan hefst þegar í flugum milli staða innan Bandaríkjanna og í flugum til nokkurra annarra staða, m.a. Puerto Rico og Kanada, tekur það gildi eftir 7. október.

Flugfélög víða um heim hafa á undanförnum misserum leitað leiða til að eiga við hækkun olíuverðs og niðursveiflu í efnahagslífinu. Fyrr á þessu ári lagði continental Airlines 25 dala gjald á hverja tösku umfram eina sem farþegar taka með sér.