Nýjasta kvikmyndin sem Baltasar Kormákur leikstýrir, Contraband, hefur fengið gríðarlega góða aðsókn í Bandaríkjunum og eru tekjur af henni fyrstu 10 dagana í sýningum tæplega 47 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega sex milljarðar íslenskrakróna.

Myndin Contraband er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam og er áætlaður framleiðslukostnaður við hana 25 milljónir Bandaríkjadala eða um þrír milljarðar króna. Upplýsingar um miðasölu er fengnar af boxofficemojo.com.