Fyrirtækið Controlant hefur lokið fjármögnun sem nemur 320 milljónum króna. Fyrirtækið býður upp á skýjalausn sem skráir og vaktar hitastig á lyfja- og matvælamarkaði.

Frumtak 2 slhf er leiðandi fjárfestir í fjármögnun félagsins, en samkvæmt tilkynningu frá félaginu koma aðrir reynslumiklir aðilar úr atvinnulífinu einnig að fjármögnuninni í gegnun TT Investments ehf.

Að sögn tveggja af stofnendum félagsins Gísla Herjólfssonar framkvæmdastjóra og Erlings Brynjúlfssonar vöruþróunarstjóra Controlant mun fjármögnunin verða nýtt til að styrkja við innviði félagsins og byggja það upp til að takast á við frekari vöxt. Þeir segja að viðskiptavinir hafi fundið fyrir því að vöxtur hafi verið of hraður og afhendingar og útgáfa á nýjum vörum hafa liðið fyrir aukin umsvif. Með þessu fjármagni ætlar félagið að stykja sig og byggja á þeim tækifærum sem það er með.