Jeremy Corbyn, sem var nýlega kjörinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins hefur skipað nóbelsverðlaunahafana Joseph Stiglitz og Thomas Piketty í efnahagsráðgjafanefnd flokksins. Auk þeirra hafa verið skipaðir David Blanchflower, Mariana Mazzucato, Anastasia Nesvetailova og Ann Pettifor.

Jeremy Corbyn, sem var kjörin leiðtogi verkamannaflokksins fyrir tveimur vikum, vann kosningarnar með að lofa að berjast gegn auknum niðurskurði í ríkisfjármálum. Talið er að hann hafi skipað þessa þungaviktarmenn í efnahagsráðgjafanefnd flokksins til að auka við trúverðugleika flokksins í efnahagsmálum. Bloomberg greinir frá.