Forystumaður breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir að flokkurinn sinn eigi að miða að því að skapa milljón störf og milljón ný heimili. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg. Corbyn vill einnig þjóðnýta lestarkerfi Breta, hafa hemil á forstjóralaunum og lækka rafmagnsreikninga landa sinna.

Síðar í mánuðinum munu flokksmenn Verkamannaflokksins kjósa leiðtoga. Spennandi verður að sjá hvort Corbyn haldi formannssætinu, en fyrrverandi skuggaráðherrann Owen Smith er í mótframboði.