Jeremy Corbyn, leiðtogi breska verkamannaflokksins á þingi þjóðarinnar, á nú í viðræðum við þingflokk sinn um að stokka upp í skuggaráðherrastöðum stjórnarandstöðunnar.

Þá beinast spjót hans helst að Maria Eagle og Hilary Benn, en þau eru varnarmála- og utanríkisráðherrar stjórnarandstöðunnar.

Ráðherrarnir eru undir smásjánni vegna þess að þau voru ósammála Corbyn um afstöðu tiltveggja deilumála - þá helst hernaðaraðgerðum Breta gegn ISIS, sem og Trident-kjarnavopnaáætluninni.

Corbyn var hvorki fylgjandi hernaðaraðgerðunum né Trident-vopnunum, meðan ráðherrarnir kusu með þeim á þingi.