Jeremy Corbyn, leiðtogi verkamannaflokksins, vill þjóðnýta járnbrautarfélög á borð við Southern Railway. Samkvæmt BBC hefur félagið staðið í miklum deilum við verkalýðsfélög og þurft að ráðast í mikinn niðurskurð.

Á fundi í Brighton, sagði Corbyn samgöngurnar milli hafnarborganna í suður Englandi og Lundúna vera óboðlegar. Að hans mati ættu öll lestrarfélögin helst að fara aftur í umsýslu ríkisins.