*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 14. janúar 2019 10:33

COS til Íslands

Fataverslunin COS, systurverslun H&M, mun opna verslun á Hafnartorgi í Reykjavík síðar á þessu ári.

Ritstjórn
Þrjár H&M búðir eru staðsettar hér á landi, þar af ein á Hafnartorgi sem opnaði í haust, en verslunarkeðjan COS er í eigu H&M fatakeðjunnar.
Haraldur Guðjónsson

Fataverslunin COS, systurverslun H&M, mun opna verslun í Reykjavík síðar á þessu ári. Vísir greinir frá þessu.

Um það bil 200 COS verslanir eru þegar starfræktar í 34 löndum víða um heim. Ekki er greint frá því hvenær verslunin opnar hér á landi.

Verslunin mun opna á Hafnartorgi, í húsinu við hlið verslunar H&M, í um 700 fermetra verslunarrými á tveimur hæðum samkvæmt upplýsingum frá Reginn. Fréttin hefur verið uppfærð.

Stikkorð: H&M COS