Það má segja að Hagar séu í kjörstöðu, með yfirburðastöðu á íslenskum matvörumarkaði í gegnum tvær af stærstu verslunarkeðjum landsins, Bónus og Hagkaup. Síðasta uppgjör félagsins sem birtist í júní (rekstrarár þeirra hefst í marsmánuði) gaf til kynna hagnað upp á 939 milljónir króna og er það 12% hagnaðaraukning frá því á sama tíma í fyrra.

Síðustu árin hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að lækka kostnað og greiða upp skuldir og hafa náð umtalsverðri hagkvæmni í dreifingu í krafti stærðar sinnar. Á sama tíma greiðir félagið meiri arð til hluthafa sinna en á aðalfundi þess í byrjun júní samþykkti stjórnin að hækka arðgreiðslur úr 0,5 kr. á hlut yfir í 1,0 kr. á hlut.

Uppgjör fyrirtækisins kom greinendum ekki á óvart og segir Elvar Ingi Möller hjá greiningardeild Arion banka að þeir eigi ekki von á öðru en að rekstur félagsins á þessu rekstrarári verði með sambærilegum hætti og á því síðasta.

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgdi með Viðskiptablaðinu 11. september 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .