*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 8. júní 2017 15:05

Costco-kort fyrir 300 milljónir

Verslunarrisinn Costco hefur selt samtals 62 þúsund meðlimakort á Íslandi.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Costco á Íslandi hefur selt 62 þúsund meðlimakort til viðskiptavina sinna. Þetta staðfesti Brett Vigelskas framkvæmdastjóri Costco á Íslandi í samtali hans við Viðskiptablaðið.

Einstaklingskort kort kosta 4.800 krónur og fyrirtækjakort 3.800 krónur. Þetta þýðir að fyrirtækið hefur selt meðlimakort fyrir tæplega 300 milljónir króna. 

Fyrir stuttu birtist færsla  í Facebook hópnum „Keypt í Costco Ísl - myndir og verð" um að starfsmaður hafði greint viðskiptavini frá því að 103 þúsund manns hafi fengið aðildarkort en þær upplýsingar reyndust rangar. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is