Costco lækkaði lítraverð á bensíni í dag um eina krónu á bensínstöð verslunarinnar við Kaplakrika, að því sjá má á vefsíðunni gasvaktin.is. Fleiri verðbreytingar voru samkvæmt síðunni gerðar í dag. Bensínverð hækkaði hjá Orkunni X og Atlantsolíu í dag og hjá N1 hækkaði bensínlíter um 1,5 krónu í verði.

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp um 20% síðastliðinn sunnudag þegar olíuframleiðsla í Saudí Arabíu varð fyrir miklum skemmtum í hryðjuverkaárásum. Hækkunin gekk nokkuð til baka í gær og við lok viðskiptadags var verðið 15% hærra en á fyrir árásirnar um helgina. Olíuverð hefur verið á niðurleið það sem af er viðskiptum í dag og hefur lækkað um 3,5% (Brent) þegar þetta er skrifað.

Rætt var við stjórnendur nokkurra olíufélaga á visir.is um áhrif atburða síðastliðinna daga á bensínverð hér landi. Samkvæmt fréttinni voru félögin ekki búin að taka ákvörðun um verðhækkanir hér vegna nýrrar stöðu á heimsmarkaði með olíu. .

„Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ er haft eftir Jóni Árna Ólafssyni, sviðsstjóra smásölusviðs hjá Olís.