Stórverslunin Costco í Garðabæ hefur lækkað verð olíu og bensíni. Verslunin er með nokkrar dælur, skammt frá versluninni í Kauptúni.

Lítri af dísilolíu kostar núna 158,9 krónur en var á 161,9 krónur. Þegar dælurnar opnuðu fyrst var lítrinn á 164,9 krónur. Costco hefur því í tvígang lækkað verðið á rúmum þremur vikum en verslunin opnaði 23. maí.

Bensínlítrinn kostar núna 166,9 krónur og hefur lækkað úr 169,9 krónum.

Verð á öðrum bensínstöðvum er nokkuð hærra en hjá Costco en samt hefur verðið lækkað mjög víða. Ódýrasta verðið er á nokkrum stöðvum Orkunnar og Dælunnar, þar sem sem lítrinn af dísilolíu kostar 167,5 krónur og bensínlítrinn 180,1 krónur. Hægt er skoðað verð á síðunni GSM bensín.