Olís kemur ekki til með að selja Costco eldsneyti. Þetta kemur fram í frétt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins . Þar segir að Skeljungur hafi að öllum líkindum hreppt samninginn við Costco.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu stjórnendur Olís höfnun frá bandaríska verslunarrisanum. Costco hefur síðastliðna mánuðí átt í viðræðum við bæði Olís og Skeljung um kaup á eldsneyti fyrir fjölorkustöð Costco sem er nú í byggingu. Costco stefnir að því að selja ríflega tíu milljónir lítra af eldsneyti.