*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 14. október 2019 08:14

Með 20-25% markaðshlutdeild

Áætlað er að Costco hafi selt 20-25% af bensínlítrum á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu þegar mest var.

Ingvar Haraldsson
Bensínstöð Costco í Kauptúni.
Haraldur Guðjónsson

Frá opnun bensínstöðvar Costco í Kauptúni í Garðabæ 21. maí 2017 og fram til loka ágúst 2017 nam velta Costco 8,65 milljörðum króna eða sem sem svarar 84 milljónum á dag. Veltan á dag lækkaði í 56 milljónir króna á síðasta reikningsári sem er 30% samdráttur milli ára. Samkeppniseftirlitið áætlar engu síður að markaðshlutdeild Costco sé á bilinu 5-10% á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: „Brjálæðisleg velta“ hjá Costco

Fyrstu mánuðina eftir opnun Costco áætlar Samkeppniseftirlitið að hlutfall fyrirtækisins á dagvörumarkaði hafi farið í 10-15% af dagvörumarkaði samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um samruna Festi og N1 sem birt var í apríl á þessu ári. Ef veltu bensínstöðva er bætt við dagvörumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu hækkaði markaðshlutdeild Costco í 15-20% þegar mest var árið 2017. Samkeppniseftirlitið áætlar að Costco hafi selt 20-25% af bensínlítrum á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og 15- 20% af dísilolíu í ágúst og september 2017.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Costco