*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 15. nóvember 2017 08:28

Costco semur við Skeljung út 2018

Skeljungur og Costco hafa samið um áframhaldandi sölu og þjónustu Skeljungs við Costco út árið 2018.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Costco sem selt hefur eldsneyti við vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ frá því áður en verslunin opnaði hefur samið við Skeljung um áframhaldandi þjónustu á eldsneytisafhendingu út næsta ár.

Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs er að vonum ánægður með samninginn. „Costco er öflugur viðskiptavinur og teljum við áframhaldandi viðskipti Costco við Skeljung vera til marks um þá fagmennsku sem starfsmenn Skeljungs hafa sýnt á liðnu ári,“ segir Hendrik. 

Í fréttatilkynningu um málið er beðist velvirðingar á að takmarkaðar nánari upplýsingar sé hægt að veita vegna trúnaðar um innihald samningsins og viðskipti Costco við Skeljung.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær áætlar Félag íslenskra bifreiðaeigenda að innkoma Costco á markaðinn fyrir eldsneyti hafi lækkað verð að meðaltali á landinu öllu um 10 krónur á lítra. Það spari neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári, eða sem samsvari um 10.300 krónum á hvern íbúa landsins.

Stikkorð: Skeljungur eldsneyti Costco