Costco vill fjölga bensíndælum sínum úr tólf í sextán. Þetta kemur fram í erindi sem að félagið sendi á byggingafulltrúa fyrir stuttu. Frá þessu var fyrst greint í frétt RÚV . Samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns er heimild fyrir fjórum dælueyjum, samtals sextán dæluslöngum á lóðinni.

Eins og sakir standa eru þrjár dælueyjur á bensínstöðinni með tólf slöngum. Langar raðir hafa verið við bensínstöð fyrirtækisins sem býður upp á bensín á lægra verði en aðrir aðilar sem selja bensín á Ísland. Erindi Costco var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í dag og samþykkti bæjarráðið að vísa erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa til að skoða möguleikann á breikkun vegarins við aðkomuna að bensínstöðinni. Hægt er að skoða fundargerðir bæjarráðs hér .