*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 27. júlí 2021 18:58

Covid lék gamla B5 grátt

Velta B5 dróst saman um 70% á árinu 2020 og eigið fé staðarins var neikvætt um 4 milljónir í lok ársins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tap rekstrarfélags hins sáluga B5 sem áður var til húsa í Bankastræti 5 jókst um 22 milljónir króna á síðasta ári og nam tæplega 27 milljónum króna miðað við 5 milljóna tap árið áður. 

Sjá einnig: Minna fjör á B5

Velta félagsins dróst saman um 69% á síðasta ári og nam 62 milljónum króna miðað við 200 milljónir árið 2019. Félagið fór ekki varhluta af faraldrinum en lítið var um skemmtanahald á meðan takmarkanir voru enn í gildi.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá ágúst í fyrra sagði félagið upp öllu starfsfólki sínu faraldrinum og þá gat félagið ekki staðið undir leiguskuldbindum sökum innkomuskorts.

Eigið fé var neikvætt um rúmlega fjórar milljónir króna í lok árs en það var jákvætt um 23 milljónir árið áður. Skuldir félagsins jukust um átta milljónir á árinu og þar af jukust skuldir við tengda aðila um 15 milljónir. Eignir félagsins námu 36 milljónum í lok árs en það var 55 milljónir árið áður. 

Framkvæmdastjóri og eigandi félagsins er Þórður Ágústsson. 

Stikkorð: B5