Fréttir bárust af því fyrir skömmu síðan að Craig Wright, ástralskur doktor í tölvunarfræði og frumkvöðull, hefði lýst því yfir að hann væri í raun og veru Satoshi Nakamoto, huldumaðurinn sem skapaði rafmyntina Bitcoin og blockchain-tæknina á bak við myntina. Meðal annars fjallaði Viðskiptablaðið um málið.

Wright lofaði því þá að hann myndi birta óvéfengjanlegar sannanir fyrir því að hann sé í raun og veru Nakamoto, en til þess að sanna það þyrfti hann að nota persónulegt lykilorð Nakamoto til þess að millifæra fjármagn gegnum Bitcoin kerfið.

Nú hefur hann þó hætt við sönnunina. Hann skrifar lokakveðju á blogg sitt um að hann hafi ekki persónulegan styrk til þess að koma úr skápnum, ef svo má segja, og stíga út í sviðsljósið. Wright hefur eytt öllum öðrum bloggpóstum sínum.

Í kveðjunni segir hann að þrýstingur heimsins hafi brotið hann á bak aftur - og að árásir á færni hans og persónu hafi reynst honum of mikið til að höndla. Hann biður þá sem hafa varið hann afsökunar og vonar að