Franski bankinn Credit Agricole tilkynnti í gær að afskriftir á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hefðu numið 3,3 milljörðum evra vegna undirmálslánakrísunnar vestanhafs og í kjölfarið lausafjárkreppu á fjármálamörkuðum.

Afskriftirnar gerðu það að verkum að bankinn tapaði 857 milljónum evra á fjórðungnum, borið saman við 1,06 milljarða evra hagnað á sama tíma fyrir ári. Tap bankans var um helmingi meira heldur en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir.