*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 1. febrúar 2006 09:27

Credit Sights setur fram efasemdir um íslensku bankana í skýrslu

Ritstjórn

Greiningarfyrirtækið Credit Sights lýsir efasemdum um að allt sé sem sýnist í íslensku bankakerfi í nýrri skýrslu.

Segir í skýrslunni að Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki hafi tekið markaðinn með áhlaupi með útrás og útþenslu, sem hafi aukið hagnað gríðarlega.

Þá segir að að þessu hafi stuðlað aukið frelsi í íslensku viðskiptalífi. Mikill hagnaður bankanna, mikil eignagæði þeirra og sókn eftir fjármagni geri að verkum að bankarnir virðist njóta velgengni sem ekki sé að finnast annars staðar í Evrópu sem stendur.

?En er allt sem sýnist? Bóla á hlutabréfamarkaði, mikil tengsl milli eigenda í fjármála- og fyrirtækjageiranum, ójafnvægi í efnahagslífinu, og sú staðreynd að bankarnir reiða sig um of á söfnun fjármagns á markaði benda til þess að veruleg, og kannski vanmetin, kerfisbundin áhætta er fyrir hendi,? segir í skýrslunni.