Tidjane Thiam forstjóri Credit Suisse AG segir bankann, í flestum tilfellum, ekki þurfa á auknu fjármagni að halda. Seinasta fjórðungsuppgjör bankans kom flestum á markaði verulega á óvart, en Tidjane Thiam hefur náð að stýra bankanum á beinar brautir síðan hann tók við.

Credit Suisse er næst stærsti banki Sviss. Hlutabréfin hafa fallið mikið í kjölfar efnahagshrunsins. Á seinustu 12 mánuðum hafa bréfin fallið um rúm 60% og fæst hver hlutur nú á rúma 11 svissneska franka.