Greiningardeild fjárfestingabankans Credit Suisse hefur hækkað verðmat sitt á Actavis í 78 krónur á hlut úr 58 krónum.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans á íslenska fyrirtækinu, sem var birt þann 2. mars þegar gengi hlutabréfa Actavis var 68,40 krónur á hlut.

Credit Suisse telur Actavis eitt af mest spennandi fyrirtækjum innan samheitalyfjageirans í Evrópu og segir viððskiptamódel félagsins sérsniðið að evrópska markaðnum.

Greiningardeildin telur einnig hugsalega yfirtöku Actavis á samheitalyfjaeiningu þýska lyfjafyrirtækisins Merck geta haft veruleg áhrif á framtíðarvöxt og gengi félagins.

Actavis hefur tryggt sér fjármögnun til að styðja við kaupin og hefur staðfest viðræður. Kaupverðið er talið vera í kringum 350 milljarðar íslenskra króna.