Ef svo ólíklega vill til að Bandaríkin verða fyrir greiðslufalli mun það hafa gríðarlegar afleiðingar. Svissneski bankinn telur að hlutabréf muni falla um 30% og landsframleiðsla í Bandaríkjunum muni lækka um 5%.

Andrew Garthwaite hjá Credit Suisse telur 50% líkur á lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna úr AAA og það geti gerst jafnvel þó skuldaþakið verður hækkað.

Garthwaite efast um að lækkun myndi hafa mikil áhrif og bendir á að Japan er með AA- og álagið á skuldabréf japanska ríkisins sé 1,1%. Jafnframt séu fæstir fjárfestingasjóðir í Bandaríkjunum með skilyrði um lánshæfismat í fjárfestingarreglum sínum.