Stjórnendur svissneska risabankans Credit Suisse vinna að því þessa dagana að auka eigin fé bankans og draga úr kostnaði, svo sem með sölu hluta af eignastýringasviði bankans.

Ráðist var í vinnuna eftir að fram kom í skýrslu svissneska seðlabankans um fjármálastöðugleika í síðasta mánuði, að bæta þyrfti eiginfjárhlutföll bankans.

Stefnt er að því að auka eiginfjárgrunn bankans um 8,7 milljarða franka, rúma eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Stefnt er að því að ná stöðunni upp samhliða því að lækka rekstrarkstonað um einn milljarð svissneskra franka til viðbótar fyrir lok næsta ári. Í netútgáfu breska viðskiptablaðsins Financial Times í dag kemur fram að gefin verða út skuldabréf með breytirétti sem gefa kaupendum kost á að breyta þeim í hlutafé á næsta ári. Núverandi hluthafar bankans í Katar og Síngapúr ætla að kaupa hlutabréfin, að sögn Financial Times.