Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur tilkynnt uppsagnir á 2000 manns sem starfa á sviði alþjóðlegra markaðsviðskipta. Þetta er önnur hrina uppsagna hjá bankanum sem í síðasta mánuði sagði upp 4000 manns. Uppsagnirnar eru liður í áætlun fyrirtækisins um að draga úr árlegum kostnaði um 800 milljónir svissneskra franka.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Tidajane Thiam,  hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir frammistöðu bankans í alþjóðlegum markaðsviðskiptum sem vonbrigðum. Segir hann helstu ástæðuna vera fjármálaafurðir sem erfitt hafi reynst að stunda viðskipti með í krefjandi markaðsumhverfi.

Bankinn hefur nú ákveðið að draga sig alfarið úr ákveðnum viðskiptum og leggur þess í stað aukna áherslu á hlutabréfaviðskipti.

Fyrirtækið sér fram á að skila tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra skilaði bankinn  í fyrsta skipti heildartapi síðan  árið 2008.