Svissneski bankinn Credit Suisse tilkynnti í morgun að bankinn hygðist segja upp allt að 500 manns á fjárfestingasviði auk þess sem millistjórnendum í bankanum yrði fækkað.

Credit Suisse hefur þá sagt upp rúmlega 1.300 manns frá því um mitt ár í fyrra en þar af voru 500 störf á fjárfestingasviði bankans í janúar síðastliðnum og 320 störf í september og október eftir því sem Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

„Vegna markaðsaðstæðna sjáum við okkur tilneydda til að skera enn frekar niður og þá helst á fjárfestingasviði bankans,“ sagðið Bruce Corwin, talsmaður Credit Suisse staðsettur í New York.