Svissneski bankinn Credit Suisse tilkynnti í gær að bankinn mun á næstu dögum segja upp um 650 manns í Bretlandi.

Að sögn BBC koma uppsagnirnar til vegna slæmrar stöðu bankans og hyggst hann í áföngum draga úr starfssemi sinni í Bretlandi.

Tap bankans á þriðja ársfjórðungi nam í heild sinni tæpum 1,3  milljörðum svissneskra franka samanborið við 1,3 milljarða franka hagnað á sama tíma í fyrra.

Uppsögn 650 starfsmanna á Bretlandi er þó aðeins tæplega 10% starfsmanna þar í landi.