Credit Suisse bankinn tapaði 2,1 milljarði svissneskra franka (2,1 milljarður Bandaríkjadala) á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir að hafa afskrifað 5,3 milljarða franka vegna undirmálslána. Á sama tíma í fyrra var hagnaður bankans 2,7 milljarðar franka.

Bankinn tilkynnti að aðstæður hefðu skánað í apríl, en ítrekaði þó að ekki væri von á uppsveiflu ennþá og að frekari afskriftir kunni að fylgja.

„Í þessari krísu hefur fólk nokkrum sinnum talið sig sjá ljós við enda ganganna, en það hefur þá bara verið lest að koma á móti því“ hefur BBC eftir framkvæmdastjóra bankans, Brady Dougan.

Credit Suisse er næststærsti banki í Sviss, en áður hefur verið fjallað um uppsagnir bankans hér.