Creditinfo International GmbH mun setja upp gagna­ banka sem hýsir fjárhags­ upplýsingar frá bönkum í Tansaníu. Í kjölfar útboðs sem Seðlabanki Tansaníu hélt með stuðningi Al­þjóðabankans var Creditinfo Inter­national GmbH, systurfélag Creditinfo á Íslandi, valið til að setja upp gagnabanka sem hýsir fjárhagsupp­ lýsingar frá bönkunum í Tansaníu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo. Þar segir að uppsetn­ ing gagnabankans styðji við áætlanir Seðlabanka Tansaníu um að tryggja fjármálastöðugleika og gera lánveit­ endum kleift að meta lánsáhættu.

Við erum nú þegar með önnur verkefni í gangi í Afríku, segir Hákon Stefánsson, sem stýrir alþjóðlegri sölu Creditinfo International.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.