Creditinfo Group hefur keypt allt hlutafé í eistneska félaginu Krediidinfo A/S af alþjóðafyrirtækinu Experian Group Limited. Creditinfo Group er nú eftir kaupin komið með starfsemi í öllum Eystrasaltslöndunum.

Velta Krediidinfo A/S á síðasta ári var 500 milljónir króna, en starfsmenn félagsins eru 37. Félagið býður upp á sambærilega þjónustu og Creditinfo Group, sem felst fyrst og fremst í miðlun fjárhags-­ og viðskiptaupplýsinga, markaðsrannsókna og lánshæfismats einstaklinga og fyrirtækja.

Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo International sagði um kaupin:

„Félagið hefur haft augastað á Krediidinfo A/S í langan tíma og því eru þessi kaup einkar ánægjuleg. Kaupin á félaginu styrkir samkeppnisstöðu okkar á svæðinu, það skiptir sköpum að vera komin með starfsemi í öllum Balkanlöndunum"

Creditinfo Group er með starfsemi í 22 löndum og sinnir fjárhags- og viðskiptaupplýsingaþjónustu og ráðgjöf á 30 mörkuðum. Starfsmenn fyrirtækisins eru tæplega 400 landsins.