Lánshæfisfyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vestur-afríska myntbandalaginu sem inniheldur átta þjóðir og rúmlega 100 milljónir íbúa. Þetta kemur fram í Markaðnum á Fréttablaðinu.

Þar kemur fram að Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja hafi staðið fyrir útboði um einkarekið lánshæfisfyrirtæki sem uppfyllti alþjóðlega staðla fyrir átta aðildarríki Vestur-afríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Var svo tilkynnt í lok ársins að Creditinfo og samstarfsaðili hefðu verið valin.

Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo, segir í samtali við Markaðinn að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. Fyrirtækið stefni á að setja upp kerfi í 1/3 af þessum 100 löndum. Creditinfo gerði einnig samning við Seðlabanka Suður-Súdan síðasta sumar.