Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur gert 300 milljóna króna samning við Seðlabankann í Afganistan um innleiðingu á hugbúnaði sem aðstoðar við að meta útlánaáhættu. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Alþjóðabankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Reyni Grétarsson, stjórnarformann fyrirtækisins, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Landið er eitt það hættulegasta í heimi en það hefur verið stríðshrjáð í þrjá áratugi. Meðan á samningstímanum stendur er ráðgert að leggja um 25 milljónir í að gæta öryggis starfsmanna.