Fyrirtækið Carbon Recycling International ( CRI ), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, var rekið með tæplega 4,3 milljóna dollara tapi í fyrra eða sem nemur 541 milljón króna. Tapið árið 2020 nam tæplega 5,4 milljónum dollara eða tæplega 728 milljónum króna.

Velta jókst töluvert á milli ára eða úr tæplega 5,7 milljónum dollara árið 2020 í um 7,2 milljónir árið 2021. Eignir félagsins voru metnar á tæplega 32 milljónir dollara um síðustu áramót samanborið við ríflega 31 milljón ári á undan. Eigið fé CRI jókst úr 10 milljónum dollara í 21 milljón á milli ára.

Stærsti hluthafi CRI um síðustu áramót var kínverska stórfyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group Co. Ltd , sem á tæplega 13% hlut í CRI . Grænt Methanól ehf., sem er í eigu Eyrir Invest , á 8,9%, Fjárfestingasjóðurinn Norðurljós á 8,5% og Arion banki 8,4%.