Íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital hefur ásamt fleiri sjóðum, fjárfest fyrir 4,4 milljónir Bandaríkjadollara, um 563 milljónir króna, í danska hugbúnaðarfyrirtækinu Dreamdata. Um er að ræða fjórðu opinberu fjárfestingaumferð sjóðsins í erlendu fyrirtæki.

Í samtali við Northstack segir Jenný Ruth Hrafnsdóttir, einn af stofnendum Crowberry, að það hafi alltaf verið hluti af stefnu sjóðsins að fjárfesta erlendis. Slíkt víkki sjóndeildarhring Crowberry auk þess að draga athygli meðfjárfesta þeirra að Íslandi.

Crowberry hefur áður fjárfest í erlendu félögunum Elsa Science, Engaging Care og Garden.io.