Crowberry I slhf​ sjóðurinn var formlega stofnaður föstudaginn 7. júlí 2017. Crowberry I slhf er samlagshlutafélag sem mun fjárfesta í ungum tækni- og þekkingarfyrirtækjum. Crowberry Capital Slhf. mun kaupa hlutafé í einstaka fyrirtækjum og eiga hlutinn í allt að 10 ár. Sjóðurinn mun kaupa hlutabréf í allt að 15 nýsköpunarfyrirtækjum á næstu árum og er stærð sjóðsins 4 milljarðar við fyrstu lokum að því er kemur fram í tilkynningu.

Fjárfestar í Crowberry I slhf eru lífeyrissjóðir og einkafjárfestar. Rekstrarfélagið, Crowberry Capital GP ehf​, sem er stofnað af þremur fyrrum starfsmönnum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, þeim Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, mun sjá um rekstur Crowberry I slhf. Helga, Hekla og Jenný hafa allar víðtæka reynslu í rekstri og fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum og mun sú þekking nýtast sjóðnum vel. Starfsmenn Crowberry Capital GP munu vera virkir fjárfestar, taka sæti í stjórnum þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í og vinna með þeim að sækja á alþjóðamarkaði.

Fjárfesta í íslensku hugviti

„Við höfum unnið að undirbúningi þessa sjóðs frá því í desember 2016 og við erum þakklátar því trausti sem fjárfestar í Crowberry I slhf sína okkur. Við munum leggja okkur fram við að skila fjárfestum góðum hagnaði. Það hafa jafnframt margir úr atvinnulífinu hvatt okkur áfram og kunnum við þeim miklar þakkir” Helga Valfells stofnandi Crowberry Capital GP

„Við hlökkum til að skapa verðmæti og taka þátt í uppbyggingu á fyrirtækjum framtíðarinnar með því að fjárfesta í íslensku hugviti. Það er von okkar að Íslendingar verði ekki aðeins neytendur á tækni heldur að þau taki þátt í að skapa tækni framtíðarinnar”Jenny Ruth Hrafnsdóttir stofnandi Crowberry Capital GP “Það er gefandi að taka þátt í því að búa til arðbær fyrirtæki sem byggja á tækni og þekkingu og skapa framtíðaratvinnuvegi. Samvinna frumkvöðla og fjárfesta er mikilvæg til að árangur náist og þá getur líka ávinningurinn orðið mikill fyrir alla, ekki síst fyrir samfélagið allt” Hekla Arnardóttir stofnandi Crowberry Capital GP