Bandaríska lyfjaverslanakeðjan CVS hefur náð samkomulagi um kaup á heilsugæslustöðvafélaginu Oak Street Health á 10,6 milljarða dala, eða sem nemur 1.500 milljörðum króna. Áætlað er að kaupin gangi í gegn á þessu ári.

Með kaupunum mun CVS stýra rúmlega 160 heilsugæslustöðvum Oak Street Health í Bandaríkjunum. Þá tekur CVS yfir skuldum félagsins, að því er kemur fram í grein hjá Wall Street Journal.

CVS hefur á undanförnum misserum stækkað viðskiptamódelið sitt með kaupum á hinum ýmsu félögum í heilbrigðisgeiranum. Auk þess að stafrækja um 10 þúsund apóteka er CVS eigandi að Aetna, stærsta sjúkratryggingafyrirtæki Bandaríkjanna.

Þá tilkynnti CVS síðastliðið haust um kaup á heimaþjónustufyrirtækinu Signify Health á 8 milljarða dala, eða sem nemur 1.129 milljörðum króna.