*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 21. febrúar 2006 09:48

C&W reynir að draga "drauga" fram í dagsljósið

talið að Novator hafi keypt aftur í félaginu í kjölfar afkomuviðvörunar

Ritstjórn

Breska fjarskiptafyrirtækið Cable & Wirelss hefur gefið út 212-beiðnir (e. 212 notices), sem þrýstir á raunverulega eigendur hlutafjár að koma fram í dagsljósið. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í London.

Novotor, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, keypti hlut í C&W fyrr á þessu ári en talið er að félagið hafi selt hlutinn skömmu áður en C&W gaf út afkomuviðörum sem varð til þess að gengi bréfanna hríðfell.

Talið er að Novator hafi keypt aftur í félaginu í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og lækkunar bréfanna. 212 beiðnirnar gætu orðið til þess að ?drauga" félög, sem skráð eru fyrir bréfum í C&W verði að nafngreina raunverulega eigendur sína.

Sérfræðingar á fjármálamarkaði búast við að nafna Novators muni þá koma fram í dagsljósið, en einnig hefur verið orðrómur um að suður-afrískt símafélag og indverskt símafélag hafi einnig verið að taka stöður í félaginu.

Gengi bréfa C&W styrktist í gær eftir að 212 beiðnirnar voru gefnar út og hækkuðu um 25 pens á hlut í 106,25 pens í gær.