Cyntellect, tækjaframleiðandi fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur framlengt hlutafjárútboð sitt til fagfjárfesta til þann 30. júní, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Takist fyrirtækinu að afla 10 milljón bandaríkjadali (753 milljónum króna) verður félagið í framhaldinu skráð á iSEC markaðinn.

Ástæða framleggingarinnar er ?erfiðar markaðsaðstæður," að sögn Skúla Sveinssonar, framkvæmdastjóra NordVest - umsjónaraðila skráningarinnar, en er bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að ef litið er til nýskráningar fyrirtækja á AIM hlutabréfamarkað markaðinn í London, sem líkt og iSEC er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum, þá hefur það sýnt sig að það er ekki ýkja óeðlilegt að útboðin eru framlengd.