Íslensk-bandaríska fyrirtækið Cyntellect hefur hlotið styrk upp á 500.000 bandaríkjadali (38 milljónir króna) til áframhaldandi þróunar á LEAP leysigeislatækni félagsins, segir í tilkynningu. Bandaríska alríkisstofnunin, National Science Foundation (NSF), veitir styrkinn.

Cyntellect er tækjaframleiðandi fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn. Það verður skráð á iSEC markaðinn að undangengu útboði til fagfjárfesta sem lýkur þann 30. júní.

Í tilkynningunni segir Dr. Fred Koller að með styrkveitingunni sýni úthlutunarnefndin í verki trú sína á tæknina sem Cyntellect hefur þróað á undanförnum árum.