Flugfélagið Czech Airlines hyggst fljúga frá Íslandi til Prag, höfuðborg Tékklands, daglega frá vetrarlokum og fram á haust en auk þess lengist ferðatímabilið til muna. Þetta kemur fram á vef Túrista.is.

Eftir að Wizz Air hætti að fljúga frá Íslandi til Prag hefur Czech Airlines verið eina flugfélagið með áætlunarferðir milli staðanna en ferðirnar hafa verið þrjár í viku síðustu sumur og er því flugfélagið að auka við sig ferðum. Auk þess verður hægt að fljúga með Czech Airlines í allan vetur en þó einungis óbeint þar sem millilent er í Kaupmannahöfn.

Það verða því þrjú flugfélög sem fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar í vetur Icelandair, SAS og Czech Airlines.