Svo gæti farið að neyðarlán, sem ríkisstjórn Tékklands veitti tékkneska flugfélaginu Czech Airlines (CSA) í fyrra, verði úrskurðað ólöglegt. Lánið var veitt til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti en Evrópusambandið skoðar nú hvort lánið sé löglegt þar sem ríkisstyrk var að ræða.

Sem kunnugt er tilkynnti Iceland Express í gær að vélar CSA myndu nú sjá um flug fyrir Iceland Express eftir að Astraeus Airlines var sett í slitameðferð. Bæði félögin, þ.e. Iceland Express og Astreus, eru í eigu Pálma Haraldssonar.

Lánið sem CSA fékk frá yfirvöldum nam um 2,5 milljörðum tékkneskra koruna, sem er um 94 milljónir evra. Rannsókn Evrópusambandsins hefur staðið síðan í byrjun þessa árs án niðurstöðu. Samkvæmt lögum Evrópusambandsins er ríkisstjórnum í stuttu máli óheimilt að bjarga fyrirtækum í samkeppnisrekstri með ríkisstyrkjum eða lánveitingum nema heimild til þess hafi verið veitt áður.