*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 25. september 2020 18:33

Daði Már varaformaður Viðreisnar

Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor er nýkjörinn varaformaður Viðreisnar eftir mótframboð frá fyrrum Pírata.

Ritstjórn
Daði Már Kristófersson er nýkjörinn varaformaður Viðreisnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor hefur verið kjörinn varaformaður Viðreisnar á Landsþingi flokksins sem nú stendur yfir.

Tveir buðu sig fram í embættið, Daði og Ágúst Smári Beaumont, sem meðal annars hefur gegnt stöðu varaformanns Pírata í Borgarbyggð, en sagði skilið við flokkinn í september 2016.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður flokksins mótframboðslaust fyrr í dag, en auk þess var kosin ný stjórn flokksins. Í henni taka nú sæti þau Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrum formaður flokksins, Axel Sigurðsson búfræðingur, Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur, Jasmina Vajzovic Crnac stjórnmálafræðingur, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík.